Kynbættur fjallaþinur jólatré framtíðarinnar
Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.
15.11.2017