Landsýn 2018: Aukið virði landafurða
Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Skógræktin er meðal skipuleggjenda þingsins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, flytur erindi sem hann nefnir „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.
02.02.2018