Fjölmenn Fagráðstefna að hefjast
Hátt í 140 manns eru nú skráð á Fagráðstefnu skógræktar sem hefst á Hótel Hallormsstað á morgun, miðvikudaginn 3. apríl. Loftslagsmál og landnýting eru meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í ráðstefnuhaldinu. Inngangsfyrirlestur flytur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
02.04.2019