Ráðherra undirritar Bratislava-yfirlýsinguna
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók þátt í áttunda ráðherrafundi Forest Europe nú í vikunni. Þar undirritaði hann svokallaða Bratislava-yfirlýsingu um vernd og mikilvægi skóga. Forest Europe er samstarf ráðherra sviði skógarmála í álfunni og hefur það markmið að efla og samhæfa vernd, ræktun og nýtingu skóga í Evrópu. Íslendingar taka með undirrituninni heils hugar undir allt sem stendur í yfirlýsingunni enda er skógrækt á Íslandi í anda hennar.
16.04.2021