Frædreifing á Hólasandi
Um 25 lítrum af birkifræi sem safnaðist á Norðurlandi í landsátaki á liðnu hausti var dreift á Hólasandi 25. maí. Valið var svæði á sandinum þar sem dreift hefur verið gori úr sláturhúsi og fæst nokkur samanburður á því hvernig fræinu reiðir af með og án áburðaráhrifa frá gornum. Þessa dagana er verið að dreifa síðasta fræinu úr landsátakinu og fer það meðal annars í Selfjall í Lækjarbotnum þar sem sumarstarfsfólk sér um dreifinguna.
03.06.2021