Meindýrin og kuldinn
Sitkalús er meðal þeirra fáu skordýra sem ekki leggjast í dvala yfir veturinn. Fullorðin dýr drepast ef frost fer niður í tólf til fjórtán stig og því gæti kuldakastið sem nú stendur yfir dregur úr hættu á sitkalúsafaraldri næsta sumar. Ólíklegt er aftur á móti talið að kuldinn hafi áhrif á asparglyttu, jafnvel þótt hún sé bjalla yfir veturinn, því líklega þolir hún mjög mikið frost.
16.12.2022