Rekaviður úr sögunni um 2060
Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, er meðal höfunda nýrrar vísindagreinar sem birtist í júníhefti vísindatímaritsins Global and Planetary Change. Þar er uppruni rekaviðar á norðanverðu Langanesi rakinn að mestu til vatnasviðs Yenisei-fljótsins um miðbik Síberíu og timbrið er að stórum hluta lerki og fura sem óx upp á síðustu öld. Gangi spár um minnkandi hafís eftir gera greinarhöfundar ráð fyrir því að enginn hafís berist lengur til Íslands eftir um fjörutíu ár.
18.05.2022