Skógrækt EKKI einn helsti losunarvaldurinn
Opinber flokkun atvinnuveganna varð til þess að skilja mátti frétt í Ríkisútvarpinu á þann veg að skógrækt væri einn þeirra atvinnuvega sem losuðu mest kolefni út í andrúmsloftið. Staðreyndin er sú þvert á móti, að skógur er eitt stærsta mótvægið við losun okkar Íslendinga. Binding íslensku skóganna hefur stóraukist undanfarin ár og þeir binda nú ríflega hálfa milljón tonna af koltvísýringi á hverju ári. Binding skóganna mun enn aukast mikið á komandi árum og áratugum.
07.07.2022