Skógræktin áttar sig á mikilvægi staðla
Formaður staðlaráðs segir Ísland aftarlega á merinni þegar samkeppnishæfni ríkja heimsins er mæld, ekki síst í samanburði við nágrannalöndin. Góðir staðlar eru lykillinn að samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum og Skógræktin er nefnd sem einn þeirra aðila á Íslandi sem hafi áttað sig á þessu. Stofnunin hefur unnið að því undanfarin ár að koma upp stöðlum fyrir vottuð kolefnisverkefni.
15.07.2022