Er innflutningur á trjávið með berki ógnun við íslenska skóga?
Matvælaráðuneytið felldi 16. janúar úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að fyrirtæki sem flutt hafði inn trjáboli með berki frá Póllandi skyldi eyða þeim eða endursenda úr landi. Enn sem komið er hefur engin barkarbjöllutegund numið land á Íslandi, eflaust að hluta til vegna þeirra ströngu reglna sem hér gilda um innflutning á trjáplöntum. Nágrannalönd okkar hafa ekki verið jafnheppin. Í Evrópu geisa nú alvarlegir barkarbjöllufaraldrar og er talið að vandamálin af völdum þeirra eigi eftir að aukast enn í framtíðinni með áframhaldandi loftslagsbreytingum.
14.02.2023