Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á sumarhús og skógi vaxið land á jörðinni Kletti í Borgarfirði. Það var faðir hans, Hermann Jónasson, sem átti jörðina Klett og var upphafsmaður skógræktarinnar þar. Skóginn á landareigninni hefur Steingrímur grisjað, ásamt fjölskyldu sinni, undanfarin...
Í dag var athöfn í Hallormsstaðaskógi þar sem formleg aðkoma Hallormsstaðaskóla að skólaþróunarverkefninu ?Lesið í skóginn - með skólum? var innsigluð. Grenndarskógur (skólaskógur) Hallormsstaðaskóla var formlega opnaður með hátíðardagskrá og skólanum afhentur hann til afnota. Um leið var undirritaður samningur...
Rannsóknir á skógarleifunum sýna að skógurinn hefur eyðst í miklu jökulhlaupi sem komið hefur úr Mýrdalsjökli og farið niður Markarfljótsaura skömmu fyrir landnám. Í sumar hóf Mógilsá rannsókn á fornum skógarleifum sem finnast við eyrar Þverár í Fljótshlíð. Staðurinn...
Nýtingaráætlun fyrir Laxaborg í Dalabyggð er komin út. Áætlunin fyrir Laxaborg nær yfir um 47 hektara svæði og er það allt afgirt.
Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar í annarri umræðu fjárlagafrumvarpsins er lagt til að Héraðsskógar fái 8 m.kr. tímabundið framlag til gerðar gagnagrunns í skógrækt sem unnið hefur verið að sl. tvö ár í samvinnu við landshlutaverkefnin fimm og Skógrækt ríkisins...