Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, fjallar um öskufall eftir gos í Eyjafjallajökli vorið 2010 og segir einu varanlegu leiðina til að koma í veg fyrir öskufok í kjölfar ösku- og vikurgosa sé að klæða úthaga aftur skógi eða kjarri.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins í Skorradal hafa undanfarna daga stungið upp hnausplöntur og afhendu hlusta þeirra í morgun.
Landbúnaðarháskólinn hélt Lesið í skóginn námskeið um síðustu helgi þar sem farið var í gegnum grunnatriði tálgunar með hnífum og exi og unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum.
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Skógarkots grisjað 1,14 ha reit í Haukadal í Biskupstungum. Grisjuninni er nú lokið og gekk hún vel.
Á dögunum fengu tveir kennarar styrk til að skipuleggja og setja upp verkefnabanka í skógarfræðslu sem hýstur verður á skogur.is.