Erfðaauðlind tekks varðveitt
Á síðasta ári var haldin heimsráðstefna um tekk í Bangkok í Taílandi. Þar var ákveðið að hrinda af stað verndaráætlun í þeim löndum þar sem tekkið er upprunnið ef hindra mætti að náttúrlegir tekkskógar hyrfu með öllu. Vinnufundur var svo haldinn í vor til að móta drög að verndaráætlun. Meðal markmiða verkefnisins er að varðveita erfðaauðlind tekktrjánna.
09.07.2014