Staða og þróun viðarsölu
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um stöðu og þróun viðarsölu Skógræktar ríkisins í nýtútkomnu Ársriti Skógræktarinnar. Fram kemur m.a. að árið 2013 voru seldir tæplega 3.500 rúmmetrar af viðarkurli en um miðjan síðasta áratug var salan að jafnaði kringum 250 m3 á ári. Salan hefur því meira en tífaldast á áratug.
18.07.2014