Tíföldun í framleiðslu á tíu árum
Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður fjallar um skógrækt í Baksviði Morgunblaðsins í dag, mánudaginn 30. mars, og tíundar þar sívaxandi afurðir íslenskra skóga og arðinn af þeim. Rætt er við Þröst Eysteinsson, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og fram kemur að íslensku skógarnir gefi nú árlega þúsundir rúmmetra af trjáviði og tekjur af viðarsölu hérlendis hafi numið um 200 milljónum króna á síðasta ári.
30.03.2015