Morgunblaðið ræðir í dag við Hrein Óskarsson, skógarvörð á Suðurlandi, sem segir að skógar landsins séu mikið notaðir. Um hálf milljón gesta komi í skógana á hverju ári samkvæmt lauslegu mati og áfram þurfi að byggja upp aðstöðu fyrir ferðafólkið.
Hætta er á að vinnslu kjötmjöls úr dýraúrgangi verði hætt hér á landi ef marka má frétt í Fréttablaðinu í dag, 13. mars. Stjórn Orkugerðarinnar í Flóahreppi telji forsendur fyrir rekstri félagsins brostnar og vilji sækja um greiðslustöðvun á meðan leiða er leitað til að endurskipuleggja fjárhag félagsins. Kjötmjöl hefur nýst með góðum árangri sem áburður í Hekluskógaverkefninu.
Til kynningar eru hjá Rangárþingi eystra nýjar tillögur að deiliskipulagi á Þórsmörk. Þetta er fyrsta skipulag svæðisins sem sem unnið hefur verið af hálfu skipulagsyfirvalda. Morgunblaðið greindi frá þessu á laugardag.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stórfelldum samdrætti í nýgræðslu skóga á undanförnum sex árum. Árið 2014 voru gróðursettar um 2,9 millj. trjáplantna á Íslandi. Leita þarf allt aftur til ársins 1989 til þess að finna lægri tölur um heildargróðursetningu skóga á landinu. Þetta segir í fréttatilkynningu sem stjórnin hefur sent frá sér.
http://greenbuildingelements.com/2015/03/05/building-material-future-wood/ No, the headline is not a typo.  Wood is going to places it's never been before – up!  The T3 project (which stands for “Timber, Technology, and Transit”) in Minnesota will be the...