Kalda vorið bælir skaðvaldana
Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá, telur að kalda vorið í ár geti haft þau áhrif á skaðvalda á trjám að þeir valdi ekki miklum skaða þetta sumarið. Bæði séu minni líkur á að ryðsveppur nái sér á strik að marki og að skordýr valdi miklum skaða. Hann segir meðal annars að minna sé nú af birkikembu á birkitrjánum en var í fyrrasumar. Rætt er um þetta við Halldór í Morgunblaðinu í dag og einnig um þá kynbótaræktun ryðþolinna asparklóna sem hann stýrir.
14.07.2015