Heilt hús úr íslensku timbri
Senn rís á Héraði fyrsta húsið sem eingöngu er smíðað úr íslensku timbri. Viðurinn er úr tæplega 30 ára gömlum aspartrjám sem uxu í landi Vallaness. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað unnu viðinn, þurrkuðu og söguðu niður í borð og planka. Valinn asparviður stenst allar kröfur um styrkleika til notkunar í burðarvirki húss sem þessa.
10.07.2015