Myndband um Óslóartréð
Í skemmtilegu myndbandi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sögð sagan af því þegar Dagur B. Eggertsson kom í Norðmannalund í Heiðmörk til að fella Óslóartréð svokallaða, tréð sem Óslóarborg gefur Reykjavíkurborg og nú stendur ljósum prýtt á Austurvelli. Hlynur Gauti Sigurðsson gerði myndbandið.
28.11.2016