Skýrsla um brunavarnir í Þjórsárdal
Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið skýrslu fyrir Skógrækt ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahrepp um hugsanlega brunahættu á hjólhýsasvæðinu í Skriðufellsnesi í Þjórsárdal. Niðurstaðan er sú að brunahætta þar sé í meðallagi miðað við sambærileg svæði en aðgerða þörf til að draga úr henni svo hún verði lítil. Á næstunni verða skipulagðar þær úrbætur sem ráðast þarf í á svæðinu.
15.01.2016