Brynjar Skúlason, sérfræðingur í trjákynbótum, verður aðalfulltrúi Íslands í samstarfi Evrópulanda um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, Euforgen. Þar með tekur Ísland á ný þátt í þessu samstarfi eftir nokkurra ára hlé.
Lupinus mutabilis er einær lúpínutegund frá Suður-Ameríku sem notuð hefur verið lengi í Andesfjöllunum til ræktunar fóðurs og matvæla. Landgræðslan tekur nú þátt í evrópsku þróunarverkefni þar sem kannað verður hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hérlendis verður athugað hvort tegundin getur vaxið á rýru landi og nýst til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.
Í erindi sem Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslunnar, flytur í dag á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í skógrækt hér á landi.
Í skemmtilegu myndbandi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sögð sagan af því þegar Dagur B. Eggertsson kom í Norðmannalund í Heiðmörk til að fella Óslóartréð svokallaða, tréð sem Óslóarborg gefur Reykjavíkurborg og nú stendur ljósum prýtt á Austurvelli. Hlynur Gauti Sigurðsson gerði myndbandið.
Rannsaka þarf betur áhrif þess að bleyta aftur upp í framræstu landi svo aðferðin teljist gild í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vakta þarf svæði sem bleytt hefur verið í svo mögulegt sé að telja fram árangurinn í loftslagsbókhaldinu. Á þetta benda þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali við Mbl.is.