Um innviði
„Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða.“ Þetta skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í grein sem birtist í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.
15.12.2017