Bændur græða
Bændur ættu að leika stórt hlutverk í þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til gegn loftslagsvandanum. Af því að við eigum mikið land til að bæta höfum við mörg ráð gegn loftslagsvandanum, að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, græða upp land, rækta skóg, endurheimta votlendi og efla sjálfbærni. Styðja mætti við byggð í sveitum landsins með því að fela bændum hlutverk við kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt.
20.07.2017