Skógræktin bindur kolefni fyrir Faxaflóahafnir
Skógræktin tekur að sér að rækta skóg og binda kolefni fyrir Faxaflóahafnir samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag. Ræktaður verður skógur á landi Faxaflóahafna að Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit og á jörðum í umsjón Skógræktarinnar. Með þessari skógrækt verður kolefni bundið í skógi til næstu fimmtíu ára á móti því sem losnar vegna reksturs Faxaflóahafna.
19.09.2017