Erfðarannsóknir skipta sköpum fyrir framtíð skóga og skógræktar
Erfðafjölbreytileiki er grunnur alls líffjölbreytileika. Þetta segir dr Om Rajora, prófessor í skógerfðafræði við háskólann í New Brunswick í Kanada. Hann stýrir málstofu um þýðingu erfðavísinda fyrir verndun lífríkis í skógum og aðlögun að loftslagsbreytingum sem er á dagskrá 125. heimsþings IUFRO. Þingið hefst á mánudag í Freiburg í Þýskalandi.
12.09.2017