Fyrsti eikarskógurinn á Íslandi
Undirbúningur fyrir skógardaginn sem haldinn verður á sunnudag í tilefni hálfrar aldar afmælis Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá gengur vel. Sá sögulegi atburður verður á hátíðinni að gróðursett verður í fyrsta eikarskóginn á Íslandi. Eikur úr 600 metra hæð í fjöllum Hessen í Þýskalandi báru fræin sem eikurnar á Mógilsá eru sprottnar upp úr. Fyrstu eikurnar voru gróðursettar í fyrra, þrífast allar vel og eru í góðum vexti.
18.08.2017