Jólaannir í þjóðskógunum
Vel hefur gengið að fella þau jólatré sem sótt eru í þjóðskógana fyrir komandi jólahátíð. Vel hefur verið fært um skógana í snjóleysinu sem verið hefur fram undir þetta. Þótt alltaf sé gróðursett eitthvað til jólatrjáa er framboðið takmarkað í þjóðskógunum, ekki síst á Norðurlandi. Áhugi er fyrir því að gróðursetja meira af fjallaþin en framboð hans úr gróðrarstöðvum er lítið. Opið verður í Selskógi og Haukadalsskógi fyrir fólk sem vill sækja sér tré sjálft og jólamarkaðir verða í Vaglaskógi og á Valgerðarstöðum í Fellum.
04.12.2018