IKEA sýnir áhuga á skógrækt til kolefnisbindingar
IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólarsellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.
03.01.2018