Hagkvæmt að nýta seyru úr Mývatnssveit á Hólasandi
Vera kann að uppgræðslu- og skógræktarsvæðið á Hólasandi norðan Mývatnssveitar megi eiga von á reglulegum sendingum næringarefna úr byggðinni á komandi árum. Talið er að lækka megi kostnað við fráveituframkvæmdir í sveitinni verulega með því að flytja salernisúrgang á Hólasand í stað þess að koma upp dýrum fráveitumannvirkjum með hreinsibúnaði.
11.01.2018