Fyrsta mannvirkið úr alíslensku límtré
Landsvirkjun er með í smíðum göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá rétt fyrir ofan Þjófafoss sem tengir saman sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp annars vegar og hins vegar Rangárþing ytra. Límtré úr íslensku greni er notað í burðarvirki og gólf brúarinnar og hún er því fyrsta meiri háttar mannvirkið sem gert verður úr alíslensku límtré. Þegar smíðinni lýkur verður þessum sveitarfélögum afhent brúin til eignar.
17.12.2020