Landsátak í birkifræsöfnun að hefjast
Skógræktarfélag Eyfirðinga ríður á vaðið og opnar formlega landsátak Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í söfnun og sáningu á birkifræi. Félagið býður fólki að koma í Garðsrárreit í Eyjafirði fimmtudaginn 22. september kl. 17 og tína þar fræ af birki. Verkefnastjóri átaksins verður með fræðslu um birkifræsöfnun og auðvitað verður alvöru skógarstemmning með ketilkaffi á könnunni og safa fyrir börnin.
21.09.2022