Sitkagreni
Fyrsta tréð sem vitað er að hafi náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld er sitkagrenitré sem gróðursett var 1949 á Kirkjubæjarklaustri. Tréð náði þrjátíu metra markinu sumarið 2022 og mældist í sumarlok 30,15 metra hátt. Það fékk heiðursnafnbótina Tré ársins hjá Skógræktarfélagi Íslands og sló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra máli á tréð við hátíðlega athöfn á Klaustri 12. september 2022. Sitkagreni er ein mikilvægasta og verðmætasta tegundin í skógrækt á Íslandi, sérstaklega til timburframleiðslu og bindingar á kolefni.
24.11.2022