Sex milljóna markinu náð
Um það leyti sem haustgróðursetningu var að ljúka hjá skógræktendum vítt og breitt um landið skrifaði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri grein sem birtist í Bændablaðinu 3. nóvember. Þar reifar hann vaxandi skógrækt á landinu, vaxandi þörf fyrir plöntur, verktaka og nýjar gróðrarstöðvar en einnig fræ og græðlingaefni af góðum uppruna. Útlit sé fyrir að gróðursettar skógarplöntur nái sex milljónum á þessu ári.
08.11.2022