Jólatré og fleira frá Skógræktinni
Á jólatrjáavef Skógræktarinnar er að finna ýmsar upplýsingar um jólatré, ræktun þeirra og nytjar, og þar er upplýsingasíða um jólatrjáasölu á vegum skógarbænda, skógræktarfélaga og Skógræktarinnar fyrir þessi jól. Jólatré verða seld í Vaglaskógi laugardaginn 11. desember og einnig hefur Skógræktin opið í Haukadalsskógi tvær helgar í desember fyrir fólk sem vill höggva sitt eigið jólatré. Jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður ekki haldinn í ár á Héraði en jólatré seld í Samfélagsmiðstöðinni á Egilsstöðum 18. desember, þar á meðal tré frá Skógræktinni.
07.12.2021