Mánudaginn 15. ágúst, næstkomandi verður haldið á Hvanneyri námskeið um matsveppi. Þar læra menn að bera kennsl á réttu sveppina, tína þá og matreiða, jafnframt að fá nokkra fræðslu um líffræði þeirra. Leiðbeinandi verður Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Akureyrarsetri...
Föstudaginn 8 júlí undirrituðu Jón Loftsson skógræktarstjóri og Örn Arnar Ingólfsson framkvæmdastjóri Loftmynda ehf samning um leiguafnot Skógræktar ríkisins á tölvutækum landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda ehf. Gögnin þekja stærsta hlutan af eignarlöndum Skógræktar ríksins samtals um 25.000 ha...
Gróðursetningu er að ljúka og eru síðustu plönturnar að fara niður þessa dagana. U.þ.b. 700.000 plöntur eru farnar út á Héraðsskógasvæðinu og tæplega 200.000 á Austurlandsskógasvæðinu. Í þessari viku verður svo unnið...
Endurbætur hafa verið gerðar við aðstöðu fyrir ferðamenn í Vaglaskógi. Sett hafa verið niður 2 snyrtihús með rafmagni og sturtum, annað á tjald- og hjólhýsastæði syðst í skóginum og hitt við aðkomuplan hjá verslun. Einnig hafa verið settir upp rafmagnstenglar...
Út er komin ársskýrsla Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins fyrir árið 2004. Í skýrslunni er lýst í máli og myndum störfum og verkefnum starfsfólks suðurlandsdeildar S.r. Starfssvæði Suðurlandsdeildar nær frá Þingvöllum í vestri og til Kirkjubæjarklausturs í austri. Samkvæmt nýlegri kortlagningu...