Eilífðarvélin alaskaösp
Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
21.10.2014