Hengibrú sem ekki hangir valin besta tillagan
Tillaga Eflu verkfræðistofu og Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal á Þórsmörk. Brúin gerir Þórsmörkina aðgengilegri fyrir flest fólk, opnar gönguleiðir og dreifir ferðamannastraumnum betur um svæðið. Hún eykur líka öryggi gesta í Þórsmörk þegar mikið er í ám. Kynningarfundur um brúna og samkeppnina verður haldinn í Goðalandi í Fljótshlíð 22. október kl. 20.
13.10.2014