Starf staðarhaldara á Mógilsá laust til umsóknar
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá. Staðarhaldara er ætlað að sjá um hús, bíla, tæki og verkfæri en einnig umhirðu nánasta umhverfis stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi. Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 15. desember.
18.11.2014