Ánægður með lúpínuna
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fagnar því hvað lúpínan hefur dreift sér mikið á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafi stöðvað moldrok af foksvæðum í grennd við borgina og nú sé hún að hörfa úr Heiðmörk. Í staðinn taki við gras- og blómlendi og skógur. Stöð 2 fjallaði um þetta í sjónvarpsfrétt um liðna helgi.
16.06.2014