Fræðigrein um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals
Ofnýting birkiskógarins í Þjórsárdal var ein stærsta ástæða þess að skógurinn hvarf að mestu á um 14.000 hektara svæði í dalnum frá seinni hluta sextándu aldar fram á þá tuttugustu. Stóran þátt í þessari ofnýtingu átti biskupsstóllinn í Skálholti og lénskirkjur hans eða prestsetur. Um þetta fjalla þrír íslenskir vísindamenn í grein sem nýkomin er út í tímaritinu Human Ecology.
07.08.2014