Binding með nýskógrækt
Skógar taka upp gróðurhúsalofttegundina koltvísýring úr andrúmsloftinu og geyma hann. Jafnvel þótt okkur Íslendingum þyki Noregur vera þakinn skógi gætu Norðmenn samt aukið mjög kolefnisbindingu skóga sinna með nýskógrækt. Um þetta er fjallað á vef norsku umhverfisstofnunarinnar, Miljødirektoratet. Fram kemur að árið 2011 hafi nettóbinding koltvísýrings í norskum skógum numið 32 milljónum tonna.
12.08.2014