Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands
Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er. Ráðlegt er að gróðursetja einungis asparefnivið með gott ryðþol þar sem saman á að vaxa lerki og ösp.
25.08.2014