Fyrirlestur um göngustíga
Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar um þróun göngustíga föstudaginn 3.október kl. 12.15 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum, veltir upp leiðum til að takast á við stígamál á Íslandi með auknum ferðamannastraumi.
01.10.2014