Traktorstorfæra á Stálpastöðum
Undanfarnar vikur hefur verið unnið við grisjun með grisjunarvél í greniskógi á Stálpastöðum í Skorradal. Afraksturinn verða rúmlega eitt þúsund rúmmetrar af trjáviði sem seldir verða Elkem á Grundartanga nema sverustu bolirnir sem verða flettir í borðvið. Viðnum er ekið út úr skóginum með dráttarvélum sem er ekki heiglum hent eins og sést í myndbandi sem fylgir þessari frétt.
02.10.2014