Díselolía úr trjáviði
Í borginni Lappeenranta í Finnlandi hefur verið gangsett fyrsta verksmiðjan í heiminum sem framleiðir díselolíu úr trjáviði. Við framleiðsluna er notað endurnýjanlegt hráefni sem fellur til sem aukaafurð við pappírsframleiðslu. Vél sem gengur fyrir lífdíselolíu sem þessari losar um 80% minna af gróðurhúsalofti en vél sem gengur á hefðbundinni díselolíu.
13.01.2015