Hús einangruð með efni úr viðartrefjum
Norska fyrirtækið Norsk trefiberisolering framleiðir einangrunarefni úr trjáviði sem sagt er geyma varma sex sinnum betur en steinull miðað við rúmmál. Mjúkar trefjarnar í timbrinu gefi líka betri hljóðeinangrun, timbureinangrunin geti hvorki brunnið né bráðnað og hún tempri raka tíu sinnum betur en önnur einangrun. Efnið sé mjög visthæft enda sé bundið umtalsvert magn af koltvísýringi í efninu öfugt við framleiðslu annars konar einangrunarefna sem hafi talsverða losun CO2 í för með sér.
20.01.2015