Fiskafóður úr trjám
Margvíslegar afurðir má vinna úr ligníni sem er aukaafurð frá pappírsframleiðslu. Bætiefni í sement, plastefni og jafnvel lyfjaferjur hafa verið nefndar en íslensku fyrirtækin Matís og Sæbýli ehf. hafa líka unnið með sænska nýsköpunarfyrirtækinu SP Processum að þróun fiskifóðurs úr prótíni sem fæst með gerjun ligníns. Fisktegundin tílapía hefur reynst vaxa álíka vel og jafnvel betur á þessu fóðri en hefðbundnu fóðri úr fiskimjöli.
19.02.2015