Ný skemma risin í Þjórsárdal
Í janúar lauk framkvæmdum við nýja skemmu á starfstöð Skógræktar ríkisins á Skriðufelli í Þjórsárdal. Skemman leysir af hólmi lélega skúra sem áður hýstu smærri vélar og annan búnað og nú má vinna ýmis verk innan dyra sem áður varð að vinna úti. Stærri vélar komast líka inn í skemmuna til viðhalds og viðgerða. Skemman gjörbreytir þannig aðstöðu starfsfólks í Þjórsárdal og gefur betri möguleika til að vinna verðmæti úr afurðum skógarins.
05.02.2015