Gróðrarstöðvar hefðu vel þegið 10 ára samning
Nýir búvörusamningar ná ekki til gróðrarstöðva sem framleiða skógarplöntur. Á þetta bendir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði, í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann segir að gott hefði verið að fá tíu ára samning og vísar þar til nýgerðs búvörusamnings. Skammtímahugsun komi í veg fyrir að hægt sé að ná hagkvæmni í samningum um skógarplöntuframleiðslu.
25.02.2016