Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar
Í föstudagserindi Líffræðistofu á morgun, 5. febrúar, talar Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, um skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð. Hún fer yfir áhrif hlýnunar og breytingar á faraldsfræði meindýra í skógum. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
04.02.2016